Afhendingar- og sendingarmáti
Vara sem keypt er í vefverslun Gyeon.is getur kaupandi ýmist valið að sækja í vöruhús að Dalbraut 3, 105 Reykjavík (GS Búllan), eða valið að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingarstað. Opnunartími GS Búllunar er milli kl. 11-20 mán-lau og kl. 12-18 á Sunnudögum.
Sóttar pantanir:
Kaupanda berst staðfesting í tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar í vöruhúsi Gyeon (GS Búllan). Viðskiptavinur skal framvísa staðfestingu á vörukaupum, s.s. pöntunarnúmeri eða rafrænum reikningi, þegar hann sækir pöntunina.
Sendar pantanir:
Pósturinn og Dropp eru dreifingaraðilar Gyeon.is og sjá um sendingu á keyptum vörum til viðskiptavina. Um afhendingu vörunnar gilda því afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins/Dropp. Eingöngu er hægt að fá vörur Gyeon sendar innan Íslands. Gyeon.is áskilur sér rétt til að breyta skilmálum er varða verð, afhendingar- og sendingarmáta, án fyrirvara.